top of page

SKILMÁLAR

Grunnskilgreiningar

Í þessum skilmálum og skilyrðum verður eftirfarandi orðum gefin sú merking:

Kúbuferðir (Go ehf.) er löggild netferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu nr 2017-028 og ber tryggingar gagnvart viðskiptavinum sínum eins og lög gera ráð um.  

Ferð: Bókuð ferð eða nátengd þjónusta (pakki) og / eða vörur.

GO ehf.: 2Go Iceland Travel, GO ehf og Kúbuferðir eða eitthvað af lénunum sem er vísað í (2go.is, 2goiceland.is, 2goiceland.com, kuba.is, kubuferdir.is, kubuferdir.com, kostarika.is, eða kostarikaferdir.is).

Ferðaskrifstofa: GO ehf, 2Go Iceland Travel og Kúbuferðir eða eitthvað af lénunum sem vísar (2go.is, 2goiceland.is, 2goiceland.com, kuba.is, kubuferdir.is, kubuferdir.com, kostarika.is, eða kostarikaferdir.is).

Við / okkur: GO ehf, 2Go Iceland Travel og Kúbuferðir eða eitthvað af lénunum sem vísar (2go.is, 2goiceland.is, 2goiceland.com, kuba.is, kubuferdir.is, kubuferdir.com, kostarika.is, eða kostarikaferdir.is).

Þú / notandi/ farþegi: Allir sem nota þjónustu okkar til að bóka eða taka þátt í ferð eða pakka.

Pantanir og greiðslur 
Pöntun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og GO ehf en þó því aðeins að GO ehf hafi staðfest pöntun skriflega og farþegi hafi á réttum tíma greitt tilskilið staðfestingargjald. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um þjónustu skal það koma fram í samningi aðila. GO ehf áskilur sér rétt til leiðréttinga á villum eða röngum upplýsingum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.

 
Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt skilmálum GO ehf.

GO ehf er heimilt að óska eftir staðfestingu þegar bókun er gerð. Slíkt staðfestingargjald endurgreiðist aldrei ef GO ehf riftir samningi vegna vanefnda farþega. Þegar fargjaldareglur flugfélaga eða annarra flutningsaðila ganga lengra hvað greiðslur varðar en almennir skilmálar GO ehf, gildir sú regla er gengur lengra.

Ferðahópar hvort það eru fjölskyldur eða vinahópar sem eru fleirri en fimm manns að ferðast saman þurfa að greiða staðfestingargjald að upphæð kr 50.000 á mann til að staðfesta ferðina og tryggja að þau gisti í sama húsi í ferðinni. 

 

Verðupplýsingar og verðbreytingar
Uppgefið verð við staðfestingu pöntunar getur breyst ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta:
Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum.
Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Ekki er gripið til verðbreytinga nema gengi íslensku krónunnar breytist um 7% eða meira.
Auglýst verð getur hækkað án fyrirvara þar sem fyrstu sætin eru auglýst á lægsta verðinu.

Fyrirtækið getur bætt við staðfestingargjaldi þegar það á við. Upplýsingar um það verður alltaf birt með góðum fyrirvara. 

 

Breytingar á pöntun eða afturköllun

Fullnaðargreiðsla á ferð verður að vera búin 60 dögum fyrir brottfarardag. Áður en greiðsla hefur fram þá er enginn réttur á endurgeiðslu því engin greiðsla hefur farið fram.

 

Eftir fullnaðargreiðslu: Afpöntun og aflýsing pakkaferðar

Farið er eftir lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 og við reynum að gera okkar besta til að tryggja öll réttindi samkvæmt reglum, en vinsamlegast hafið í huga að við rukkum þóknun til að mæta tapi á þeim útgjöldum til þriðja aðilla sem eru óendurgreiðanleg t.d. frá flugfélögum, hótelum, og önnur þjónustu sem þegar er greidd og verður ekki hægt að nota. Þóknunin er reiknuð út frá því sem við verðum að greiða þriðju aðilla og einnig miðað við hversu nálægt brottför afpöntunin er tilkynnt til okkar. Þetta er samkvæmt lögum um Pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr.95/2018. (Afpöntun pakkaferðar, IV. kafli, 15. gr.).

 

Við reynum alltaf að vera mjög sveigjanleg ef þú þarft að hætta við ferðina og finnur annan aðila sem getur farið í ferðina í staðinn fyrir þig. Þetta mun vera besta leiðin til að tryggja þín réttindi hjá okkur þar sem við munum standa straum af gjöldum vegna nafnabreytinga frá flugfélögum og annarri þjónustu sem krefst þess sama. Þetta gengur lengra en er krafist af okkur í lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

 

Frekari upplýsingar um réttindi farþega er hægt að finna hjá Neytendastofu og Ferðamálastofu.

 

Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.

 

Farþega er ávallt heimilt að afturkalla farpöntun vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar 14 dagar eða færri eru til brottfarar. Í slíkum tilvikum ber GO ehf að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi. Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir um ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður.

Eftir að greiðsla fyrir ferðina hefur byrjað eða 60 dögum fyrir brottför eða fyrr áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda eftir 20% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en staðfestingargjaldið sem er 89.000 kr. á hvern bókaðan farþega.

Eftir fullnaðargreiðslu eða minna en 8 - 59 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 75% af verði ferðarinnar.

Afpöntun með minna en 8 daga fyrirvara fyrir brottför þarf Go.ehf að meta hvað mikið er hægt að endurgreiða. Það fer eftir þvi hvað mikið samstarfsaðilar geta endurgreitt og tap ferðskrifstofu (Go ehf). Upphæðir geta verið mismunandi eftir tegund ferðar. 

Endurgreiðslupphæð fer eftir því hvað langur tími er í ferðina. Því styttra sem er í brottör því lægri er endurgreiðslan. Upphæðin er á bilinu 10-15% af heildarverði ferðar. 

Heimilt er að breyta dagsetningu ferðar ef breytingin er gerð með meira en mánaðar fyrirvara. Sé það gert eftir þann tíma skoðast það sem afpöntun og ný pöntun og áskilur GO ehf sér rétt til greiðslu samkvæmt því, sbr. afpöntunarskilmála hér að ofan.

Breyting á áfangastað skoðast alltaf sem afpöntun og ný pöntun. Fyrir aðrar breytingar en að ofan greinir innheimtist sérstakt breytingagjald.

Staðfestingargjaldið er hluti af heildarupphæð af hverri ferð og verður dregið frá lokaupphæð. Staðfestingargjaldið er óendurkræft. 

Allar afpantanir ferða þurfa að berast skriflega í tölvupósti til Go ehf. Allar afpantanir gerðar eftir fyrstu greiðslu geta verið með afbókunnargjaldi en það fer eftir tegund ferðar og hve langt er í ferð. 

Framsal bókunar

Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum. Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna það strax skriflega til GO ehf um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart GO ehf og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali. Þessi regla getur breyst og fer eftir bókun. 

Óheimilt er að framselja ferð eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða í öðrum þeim tilvikum þar sem þeir aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi GO ehf að breyta þeim. Þetta er vegna öryggisregla hjá flugfélögum. 

 

Aflýsing eða breytingar á ferðaáætlun
GO ehf ber enga ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem hún fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir. Í slíkum tilvikum er GO ehf heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. GO ehf verður að tilkynna farþegum það tafarlaust. Geri GO ehf breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er.

 

Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna GO ehf eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning er tilgreini þær breytingar sem gerðar eru á upphaflega samningnum og áhrif þeirra á verð og önnur kjör.

 

GO ehf er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við að a.m.k. 70% nýting sé í viðkomandi flugvél, bæði á út- og heimflugi. Sé nýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 75% er GO ehf heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þótt lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flugi. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum eða sölubæklingum.

 

Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu eigi síðar en 4 vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ferðum sem vara í 7 daga eða skemur má þó aflýsa með 2 vikna fyrirvara. Sé ferð aflýst, eða farþegi riftir samningi þegar um verulega breytingu er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá fulla endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferð sambærilega að gæðum eða betri ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farkaupi verðmismuninn endurgreiddan. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn. Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst.

 

Framkoma og skyldur farþega
Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra fyrirtækja sem að ferðaskrifstofa skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast til, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum o.þ.u.l.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda.

 

Farþegi sem ferðast á eigin vegum og endurstaðfestir ekki heimferð sína með minnst 72 klukkustunda fyrirvara eða mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann verður af pöntuðu flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur GO ehf.

 

Takmarkanir ábyrgða og skaðabætur
Þátttakendur eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingar hjá tryggingafélögum. GO ehf áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.

 

GO ehf gerir ráð fyrir að þátttakendur í hópferðum séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt.

 

Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast fararstjóra strax og skal skrifleg kvörtun síðan berast GO ehf eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því viðkomandi ferð lauk. Að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina.

Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi á hann rétt á skaðabótum nema því aðeins að:

  • vanefnd á framkvæmd samningsins verði ekki rakin til vanrækslu ferðaskrifstofu eða annars þjónustuaðila

  • af því að vanefndirnar eru sök farþega eða þriðja aðila sem ekki tengist þeirri þjónustu sem samið var um og eru ófyrirsjáanlegar eða óhjákvæmilegar eða

  • vanefndirnar eru vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða atburðar sem veitandi þjónustunnar gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir

 

Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir GO ehf. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem samið var um og þeirri sem veitt er.

bottom of page