Lunch with guests in Viñales .jpg

Frábær menntaferð til Kúbu

VERÐ frá 349.900 kr á mann 
*Verð per mann í tvíbýli.
**verð í einbýli er 30.000 aukalega
júní.2021. 10 dagar  

10 daga menntaferð til Kúbu

Saga, matur, tónlist, sól, frábærir staðir, strendur og mannlíf. Allt þetta í þessari frábæru 10 daga ferð um stóran hluta Kúbu og upplifa lika hvitar strendur Karíbahafsins.

Menntaferða til Kúbu er einstök upplifun. Við leggjum áherslu á að kynnast landinu frá sjónarhóli innfæddra og upplifa landið eins og það er í alvörunni. Byrjum á að fræðast um sögu lands, hitta innfædda, kynnast skólakerfinu og auðvitað dansa salsa. Fyrstu dagana erum við í höfuðborginni Havana en síðan er haldið út á land. Kúbu hefur svo mikið uppá að bjóða og sagan er lifandi á hverju götuhorni. Námskeið haldið í samvinnu við Háskólann í Havana. Upplifðu Kúbu áður en landið breytist og nútíminn bankar uppá. 

Fararstjóri

Gudni Kristinsson

Hópstjóri

J.Carlos Suarez L.

Ferðatímabil: júni 2021

 

Innifalið í verði:

 • Flug frá Íslandi til Toronto og til baka með Icelandair. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

 • Flug frá Kanada til Kúbu og til baka með Westjet . Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

 

Í Kanada: 

 • Gisting í eins eða tveggja manna herbergjum án morgunverðar á Alt Hotel Toronto.

Á Kúbu: 

 • Akstur frá og til flugvallar

 • Vegabréfsáritun

 • Allar ferðir og skemmtanir/afþreying sem eru í ferðalýsingu

 • Gisting í átta nætur á heimahótelum (B&B) 

 • Morgunmatur alla daga 

 • Gjafapoki með kúbönskum vörum

 • Íslensk og kúbönsk leiðsögn

 • ​Námsskeið og fyrirlestrar í Háskólanum í Havana 

Ekki innifalið:

 • Þjórfé í ferðinni fyrir leiðsögn/ökumann og þjónustu á Kúbu. 

 • Matur og drykkur (fyrir utan það sem innifalið er í ferðapakkanum)

 • Valfrjáls bíltúr á gömlum amerískum bílum*

 • Afþreying og skemmtanir á eigin vegum

 • Salsa Fiesta

 • Sérferð til Niagarafossa (viðbót)

Gisting á Kúbu-B&B
Havana
Havana
Havana
Havana
Viñales
Viñales
Viñales
Viñales
Show More

ATH: allar heimagistingarnar og hótel hafa verið samþykktar af okkur. Engin heimagisting er eins og þetta eru ekki hótel. Öll herbergin hafa loftkælingu, þægileg rúm, kæliskápa í herberginu eða fyrir utan. Morgunmatur er innialinn í öllum gistingum. Heimagistingarnar okkar eru mjög svipaðar og millistéttar Kúbverjar búa.

Hvað munum við gera á Kúbu?
Ferðaáætlun

GISTISTAÐIR

 • 2 nætur í Toronto 

 • 5 nætur í Havana 

 • 2 nætur í Viñales (Pinar del Rio)

Dagur 1

Flug frá Íslandi til Kanada með Icelandair

17:00 Reykjavík (KEF)

17:55 Toronto (YYZ)

Flugtími 5 klst., 55 mín, beint flug

 

Gistum á ALT Hotel Toronto, nálægt flugvellinum í eina nótt

(ath án morgunverðar) 

 

Dagur 2

Morgunflug frá Kanada til Varadero, Kúbu með WestJet

10:00 TORONTO (YYZ)

13:30 VARADERO-KUBA (VRA)

Flugtími 3 klst., 30 mín., beint flug:

 • Akstur frá Varadero til Havana.

 • Innritun í B&B gistingu í Havana.

 • Hópkvöldverður í Havana (ekki innifalinn).

Dagur 3

 • Námskeið og fyrirlestrar um sögu Kúbu að morgni í Háskólanum í Havana. 

 • Eftir hádegi skoðunnarferð um Gömlu Havana með sérfræðingi í sögu borgarinnar. Heimsækjum söfn og upplifum borgina. 

 • Frjáls tími til að uppgötva borgina síðdegis. 

Dagur 4

 • Masterclass í dansi og tónlist í miðborg Havana. Fáum eina bestu kennara ogleiðbeinendur á Kúbu til að kynna okkur fyrir allskonar dönsum og tónlist.  

 • Eftir hádegi er síðan tími til að hrista mjaðminar og læra að dansa salsa (ekki innfalið). 

 • Skoðum Vedado-hverfið sem er nýji hluti Havana.

 

Dagur 5

 • Fyrirlestrar um skólakerfið á Kúbu í Háskónum í Havana fyrir hádegi. 

 • Skoðunnarferð um Havana í gömlum amerískum bílum (ekki inniflalið). 

 • Heimsækjum Fusterlandia listamannahverfið og Plaza de Revolucion.

 • Frjálst kvöld í Havana. 

Dagur 6

 • Fyrirlestur og námskeið um mat og matarmenningu á Kúbu. Eldum saman og njótum. 

 • Eftir hádegi er frjáls tími í borginni til að uppgvöta eða fara á stöndina. Síðasta kvöldið í Havana. 

 • Heimsókn í Fabrika del Arte (ekki innifalið). Menningarmiðstöð í gamalli verksmiðju þar sem nýja og skapandi Kúba er til sýnis. Kvöldverður þar (ekki innifalið).  

Dagur 7

 • Keyrum til hérðasins Pinar del Río. Gistum í litla þorpinu Viñales. 

 • Frjáls tími í Viñales til að uppgvöta þennan fallega og menningarlega bæ.

 • Frjálst kvöld í Viñales 

Dagur 8

 

 • Námskeið og fyrirlestrar með bændum þar sem við lærum um landbúnað á Kúbu. Heimsókn á ekta sveitabæ.

 • Hádegsverður með útsýni.

 • Rútuferð um héraðið.

 • Frjálst kvöld.

Dagur 9

 • Frjáls morgun í Viñales. 

 • Eftir hádegi keyrum við til Varadero. 

 • Flug til Toronto.

 • Innritun á Alt Hotel. Auknótt í Toronto. +1 dagur.

 

Dagur 10

Dagsferð til Niagarafossa kl 08:00. Komin aftur um kl 17:00 á flugvöllinn (ekki innifalið). 

19:30 frá Toronto. 

06:05 +1 dagur, komutimi til Keflavik.

Flugtími 5 klst., 20 mín., beint flug.

Please reload

Innfalið í öllum ferðum

GJAFAPOKI MEÐ KÚBÖNSKUM VÖRUM

2GO ICELAND TRAVEL ehf.

​Kúbuferðir-Evolíf

Kt: 550617-1370

Bæjarflöt 15, Gravarvogi

112, Reykjavik.

Sjá kortið

Aðstoð?

Netspjall

Messenger-512.png
 • Instagram
 • YouTube

Samstarfsaðilar okkar:

CASA PARTICULAR

 2Go Iceland Travel ehf- All Rights Reserved © 2012-2020

It is not allowed to copy, distribute or change the contents of this website or to make them available to third parties for commercial reasons.

Havana